Fréttir

Nýja húsið okkar að taka á sig mynd

ALLT AÐ GERAST

Nýja húsið okkar að Hafnarbakka 5, á Flateyri er smá saman að taka á sig mynd og verður vonandi príði sem við getum verið stoltir af.

Við munum klára að setja nýjar innkeyrsludyr í það og í framhaldinu klæða húsið að utan með hvítri klæðningu.

Munum setja hér inn framkvæmdafréttir þegar þetta þokast áfram.

Lesa meira

Orkuver ehf hefur lokið framkvæmdum við byggingu Hvestu 3 í Fremri Hvestu í Arnarfirði. Um er að ræða litla virkjun sem nýtir vatnið frá Hvestu 1 og 2 og er það búið að vera á döfunni í þónokkur ár að byggja hana.

Virkjunin er með uppsett afl um 200 kW og fengu þau Jón og Halla, eigendur Hvestu 1-2 og 3, Orkuver ehf til að sjá um framkvæmdir við þessa virkjun, sem var gangsett í byrjun árs 2020.

Þetta var skemmtilegur tími og góður og þökkum við fyrir þau góðu kynni sem við áttum með þessu fallega fólki. 

Veðurblíðan í Hvestu er með eindæmum á Vestfjörðum og þó að víða væri leitað og náttúrufegurðin slík að jafnvel hörðustu Önfirðingar verða að viðurkenna að Hvestudalurinn og nærumhverfi er einn sá alflottasdti sem til er.

Við óskum eigendum Hvestuveitna innilega til hamingju með þessa viðbót við raforkuframleiðslu þeirra.

Lesa meira

Orkuver kaupir atvinnuhúsnæði

Mikil breyting

Orkuver ehf hefur nú fjárfest í atvinnuhúsnæði undir starfsemi sína á Flateyri við Önundarfjörð.

Þessi staðsetning ætti ekki að koma á óvart þar sem báðir eigendur Orkuvers eru ættaðir frá Önundarfirði.

Það er mikill munur að geta nú komið vélaflota fyrirtækissins inn til viðhalds og þurfa ekki að gera við það sem bilar úti í kulda og regni / snjókomu.

Um er að ræða ríflega 400 m2 hús með mikilli lofthæð eða um 6 metra. 

Til stendur að lagfæra húsið bæði að innan og utan og setja nýjar innkeyrsludyr á það. 

Lesa meira